Fréttir

2017 Arctic Science Summit Week: Ferðastyrkir

Í boði eru þrír ferðastyrkir, hver að upphæð EUR 650, til þátttöku í Arctic Science Summit Week sem fram fer í Prag í Tékklandi 31. mars til 7. apríl 2017. Umsóknarfrestur er til 27. nóvember 2016.

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2016

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2016 verður haldinn í Dartmouth College, BNA, þann 3. nóvember 2016. Fyrirlesturinn kallast Managing the Wilderness: Arctic Perspectives og er fluttur af Hugh Beach, prófessor emeritus í mannfræði við Háskólann í Uppsölum. Föstudaginn 4. nóvember 2016 verða panelumræður undir heitinu People, policy and adaptations to rapid change in the Arctic: The role of multidisciplinary research and international collaboration for sustainability.