Laus staða nýdoktors í Umhverfis- og auðlindafræði við HÍ
25.04.2017
Námsbraut í Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu nýdoktors í umhverfis- og auðlindafræði með áherslu á félagslegt og hagrænt gildi sjávarspendýra. Nýdoktorinn mun tilheyra Norræna Öndvegisverkefninu ARCPATH (Arctic Climate Predictions: Pathways to Resilient, Sustainable Societies), sem miðar að því að greina og stuðla að ábyrgri þróun á Norðurslóðum. Verkefnið er fjármagnað til fimm ára af Öndvegisstyrki frá NordForsk.