Við höfum tekið þrjú Græn skref
06.02.2017
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í Grænum skrefum í rekstri ríkisstofnana. Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að draga úr umhverfisáhrifum vegna reksturs stofnana íslenska ríkisins. SVS tók fyrsta skrefið í febrúar 2015, annað skrefið í mars 2016 og hefur nú tekið þriðja skrefið af fimm.
Græn skref eru leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum og fá viðurkenningu eftir hvert skref. Verkefnið er einfalt og aðgengilegt. Aðgerðirnar miða einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi og hafa jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi starfsfólks og draga úr rekstrarkostnaði.