Rannsóknastöðin Rif: umsóknir fyrir árið 2018
16.01.2018
Rannsóknastöðin Rif auglýsir eftir umsóknum frá áhugasömum vísindamönnum, háskólanemum og rannsóknahópum sem vilja nýta aðstöðu rannsóknastöðvarinnar til verkefna á sviði rannsókna og vöktunar. Ert þú með spennandi rannsóknarverkefni í smíðum sem gæti átt heima í einstöku umhverfi Melrakkasléttu eða á nærliggjandi svæðum? Sjá nánari upplýsingar hér: https://rifresearch.is/