Ný grein tengd MarineSABRES verkefninu birt

Catherine Chambers hjá SVS er einn af meðhöfundum greinarinnar.

Staða forstöðumanns Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar laus til umsóknar

Ný grein eftir Catherine Chambers

Ný rannsóknargrein eftir Hjörleif Finnsson, Catherine Chambers og Guðna Guðbergsson (Hafró) um stjórnun hnúðlaxa hefur verið birt í tímaritinu Marine Policy.

Ný útgáfa eftir Joan Nymand Larsen og Jón Hauk Ingimundarson

Kaflinn "Value Creation and Internal Resilience in South Greenland: The case of Nanortalik – a town in the municipality of Kujalleq" er kominn út.

Staða prófessors/lektors við University of Lapland laus til umsóknar

Norðurslóðasetur háskólans auglýsir stöðu prófessors eða lektors í sjálfbærnifræðum Norðurslóða lausa til umsóknar.

Útgáfa nýrrar bókar um sjálfstjórn Álandseyja í ritstjórn Guðmundar Alfreðssonar

Ný bók um sjálfstjórn/sjálfræði/sjálfstæði Álandseyja, þar sem Guðmundur Alfreðsson er annar ritstjóra ásamt Göran Lindholm, er komin út.

Ný grein eftir Catherine Chambers

Í dag kom út greinin "Gaps in legislation and communication identified as stakeholders reflect on 30×30 policy in Icelandic waters" eftir Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur, Theresa Henke, Catherine P. Chambers og Steinunni Hilmu Ólafsdóttur sem gefin er út í tímaritinu Marine Policy.

Ný útgáfa greinar eftir Níels Einarsson birt í Vertigo í franskri þýðingu

Grein eftir Níels Einarsson sem upphaflega var gefin út árið 1990 í Maritime Anthropological Studies hefur nú verið birt í nýrri útgáfu með nýjum formála í franskri þýðingu í Vertigo – tímariti um umhverfisvísindi.

Hin árlega sjálfbærniráðstefna Háskólans á Akureyri 12. apríl 2024

Umhverfisráð Háskólans á Akureyri býður öll til 4. sjálfbærniráðstefnu Háskólans á Akureyri þann 12. apríl 2024. Þátttaka er ókeypis og engin skráning nauðsynleg. Ráðstefnan verður bæði á staðnum og á netinu til að koma til móts flesta en einnig til að tryggja umhverfisvæna þátttöku alþjóðlegra fyrirlesara og gesta. Nánari upplýsingar í krækju. https://www.unak.is/is/samfelagid/vidburdir/4rd-sustainability-conference

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hlýtur styrki frá Evrópusambandinu til þverfaglegra rannsókna á áhrifum mengunar og loftslagsbreytinga og aðlögunar- og mótvægisaðgerðum í sjávarbyggðum á norðurslóðum

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í tveimur alþjóðlegum vettvangsmiðuðum rannsóknarverkefnum um mengun og loftslagsbreytingar á norðurslóðum með áherslu á að auka innsýn í samfélagsleg áhrif og áskoranir tengdar umhverfisbreytingum.