Kveðjuerindi: „Hvað myndi Nansen segja nú?“

Til að minnast Friðþjófs Nansen býður Háskólinn á Akureyri gestum og gangandi að hlýða á kveðjuerindi Gunhild Hoogensen Gjørv. Gunhild er prófessor í átaka- og friðarfræðum við Háskólann í Tromsø og starfandi Nansen gestaprófessor við HA, um Friðþjóf Nansen, hinn kunna norska heimskautafræðing og húmanista, sem helgaði sig því að bæta úr neyð landflótta fólks eftir fyrra stríð. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 16:00 með ávörpum...

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2018

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2018 verður haldinn við Washington háskóla í Seattle (CMU 120, kl. 15.30-17.00) þann 5. desember 2018. Fyrirlesturinn, sem er opinn almenningi, kallast Learning from Northern Peoples og er fluttur af Dr. Leslie King, prófessor við Royal Roads University í Kanada. Fyrirlestrar til minningar um Vilhjálm Stefánsson og störf hans eru haldnir árlega, venjulega nálægt afmælisdegi Vilhjálms, sem er 3. nóvember.

Votlendisviðurkenning

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur fjárfest í stöðvun á losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis á Íslandi. Þeim sem vilja leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum lið á þennan þátt er bent á Votlendissjóð.

Bókarkynning: Hvítabirnir á Íslandi

Rósa Rut Þórisdóttir, vísindafélagi við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, mun kynna nýútkomna bók sína, Hvítabirnir á Íslandi, í anddyri Borga, miðvikudaginn 7. nóvember, kl. 12:00. Allir hjartanlega velkomnir! Bókin fjallar um komu hvítabjarna til Íslands, allt frá landnámsöld til okkar daga, með viðkomu í sögum og sögnum um þessar ógnvekjandi skepnur. Rósa Rut er doktor í mannfræði og byggir bók sína að stórum hluta á heimildum sem faðir hennar heitinn, Þórir Haraldsson, líffræðingur og menntaskólakennari, lét eftir sig.

Fundur í ICECHANGE verkefninu

Þann 1. september 2018 var haldinn fundur í ICECHANGE verkefninu í Hannesarholti í Reykjavík. Smellið á fyrirsögnina til að lesa meira um fundinn (á ensku).

Aðalfundur í ARCPATH verkefninu 2018

Aðalfundur ARCPATH verkefnisins, sem er hluti af Norrænum öndvegissetrum um norðurslóðarannsóknir, var haldinn í Bergen 6.-7. september 2018. (ARCPATH: Arctic Climate Predictions - Pathways to Resilient, Sustainable Societies). Smellið á fyrirsögn til að lesa meira á ensku…

Auglýst eftir viðmælendum frá Húsavík og sveitunum kringum Skjálfanda

Gunnar Már Gunnarsson (gunnarmg@unak.is) auglýsir eftir viðmælendum um veiðar og aðra nýtingu á sjávarauðlindum við og úti fyrir ströndum Skjálfanda. Hann langar að bjóða sjómönnum, bæjarbúum, fólki úr nálægum sveitum og bæjum – og öðrum sem þekkja til svæðisins – til spjalls, fólki sem getur sagt frá fjölbreyttri nýtingu fyrri tíma á haf- og strandsvæðum Skjálfanda. ...

Norræn strandmenningarhátið á Siglufirði

Norræna strandmenningarhátíðin NORDISK KUSTKULTUR verður haldin á Siglufirði dagana 4.-8. júlí 2018. Hátíðin er sú sjöunda í röðinni og ber yfirskriftina Tónlist við haf og strönd. Á sama tíma fer Þjóðlagahátíðin fram, auk þess sem Siglufjörður fagnar 100 ára kaupstaðarafmæli og 200 ára verslunarsögu og þjóðin aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Markmið hátíðarinnar er að ...

Græn skref og grænt bókhald

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í grænum skrefum í ríkisrekstri og skilar grænu bókhaldi. Grænt bókhald er verkfæri fyrir stofnanir til að fylgjast með þýðingarmestu umhverfisþáttunum í starfsemi stofnana. Að færa grænt bókhald auðveldar stofnunum að sjá hvar tækifæri eru til hagræðingar, en þar er m.a. farið yfir pappírskaup, sorphirðu, samgöngur, hita og rafmagn. Meira...

Loftslagsmarkmið stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytis

Forstöðumenn stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins undirrituðu í dag yfirlýsingu um að setja loftslagsmarkmið fyrir stofnanirnar. Munu markmiðin miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og að starfsemi stofnananna verði kolefnishlutlaus. Alls eru stofnanir umhverfis- og auðlindaráðuneytisins 15 talsins en yfirlýsing þeirra er í samræmi við markmið Íslands í loftslagsmálum og stefnu ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi samkvæmt stjórnarsáttmála. Í yfirlýsingunni kemur fram að stofnanirnar muni kortleggja ...