Starfsmannaskipti

Það eru tímamót á Stofnun Vilhjálms Stefánssonar því í dag er síðasti vinnudagur Láru Ólafsdóttur á stofnuninni. Okkar yndislega Lára hefur þá starfað við stofnunina sem skrifstofustjóri í 21 ár og 9 mánuði. Hún hefur verið til fyrirmyndar í öllu, frábær samstarfsmaður og að sönnu kjölfestan í starfseminni í öll þessi ár. Ég er henni afar þakklátur fyrir alla hennar góðu vinnu og framlag við uppbyggingu stofnunarinnar og tel mig tala fyrir hönd allra sem hér hafa unnið, eða unnið með okkur, að það verður sjónarsviptir og eftirsjá að henni. Lára á sér hins vegar mörg áhugamál og er við góða heilsu þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að henni leiðist. Okkur hinum mun hins vegar leiðast. Takk kæra Lára. Níels Einarsson, forstöðumaður