Föstudaginn 11. apríl næstkomandi mun hin árlega sjálfbærniráðstefna sem haldin er af Umhverfisráði Háskólans á Akureyri fara fram. Í ár er viðburðurinn í fyrsta sinn haldinn í samvinnu við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Af því tilefni verður samband umhverfis og manna á norðurslóðum í brennidepli en önnur málefni tengd sjálfbærni verða einnig á dagskrá.
Ráðstefnan fer fram í sal M101 í byggingu háskólans og rafrænt í gegnum Zoom.
Frítt er á viðburðinn sem er opinn öllum og fer fram á ensku. Þátttakendur eru hvattir til þess að skrá sig á viðburðinn.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna, skráningu og dagskrá má nálgast [hér]
Hlökkum til að sjá ykkur!