Catherine Chambers meðhöfundur að nýrri grein

Ný rannsóknargrein eftir Hjörleif Finnsson, Catherine Chambers og Guðna Guðbergsson (Hafró) um stjórnun hnúðlaxa hefur verið birt í tímaritinu Marine Policy.

Ný útgáfa eftir Joan Nymand Larsen og Jón Hauk Ingimundarson

Kaflinn "Value Creation and Internal Resilience in South Greenland: The case of Nanortalik – a town in the municipality of Kujalleq" er kominn út.

Staða prófessors/lektors við University of Lapland laus til umsóknar

Norðurslóðasetur háskólans auglýsir stöðu prófessors eða lektors í sjálfbærnifræðum Norðurslóða lausa til umsóknar.

Útgáfa nýrrar bókar um sjálfstjórn Álandseyja

Ný bók um sjálfstjórn/sjálfræði/sjálfstæði Álandseyja, þar sem Guðmundur Alfreðsson er annar ritstjóra ásamt Göran Lindholm, er komin út.

Catherine Chambers meðhöfundur að nýrri útgáfu

Í dag kom út greinin "Gaps in legislation and communication identified as stakeholders reflect on 30×30 policy in Icelandic waters" eftir Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur, Theresa Henke, Catherine P. Chambers og Steinunni Hilmu Ólafsdóttur sem gefin er út í tímaritinu Marine Policy.

Ný útgáfa greinar eftir Níels Einarsson birt í Vertigo í franskri þýðingu

Grein eftir Níels Einarsson sem upphaflega var gefin út árið 1990 í Maritime Anthropological Studies hefur nú verið birt í nýrri útgáfu með nýjum formála í franskri þýðingu í Vertigo – tímariti um umhverfisvísindi.

Hin árlega sjálfbærniráðstefna Háskólans á Akureyri 12. apríl 2024

Umhverfisráð Háskólans á Akureyri býður öll til 4. sjálfbærniráðstefnu Háskólans á Akureyri þann 12. apríl 2024. Þátttaka er ókeypis og engin skráning nauðsynleg. Ráðstefnan verður bæði á staðnum og á netinu til að koma til móts flesta en einnig til að tryggja umhverfisvæna þátttöku alþjóðlegra fyrirlesara og gesta. Nánari upplýsingar í krækju. https://www.unak.is/is/samfelagid/vidburdir/4rd-sustainability-conference

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hlýtur styrki frá Evrópusambandinu til þverfaglegra rannsókna á áhrifum mengunar og loftslagsbreytinga og aðlögunar- og mótvægisaðgerðum í sjávarbyggðum á norðurslóðum

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í tveimur alþjóðlegum vettvangsmiðuðum rannsóknarverkefnum um mengun og loftslagsbreytingar á norðurslóðum með áherslu á að auka innsýn í samfélagsleg áhrif og áskoranir tengdar umhverfisbreytingum.

Áform um samruna Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Háskólans á Akureyri í samráðsgátt

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt stjórnvalda áform um að Stofnun Vilhjálms Stefánssonar verði hluti af Háskólanum á Akureyri

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2023, Arctic Days og 25 ára afmæli Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar

Á þessu ári fagnar stofnunin 25 ára starfsafmæli og verður af því tilefni efnt til Norðurslóðadaga (e. Arctic Days) í tengslum við árlegan Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar sem nú er haldinn í tuttugasta og fyrsta skipti, nú í samstarfi við Institute of Arctic Studies við Dartmouth College í Bandaríkjunum og Háskólann Akureyri sem er gestgjafi. Minningarfyrirlesturinn er öllum opinn.