Málstofa í Borgum: Observational Approaches for Seasonal Sea Ice Environments

The International Arctic Science Committee (IASC) býður til málstofu í Borgum (R262), föstudaginn 26. janúar 2018, kl. 12:00. Dr. Alice Bradley mun þar fjalla um...

Rannsóknastöðin Rif: umsóknir fyrir árið 2018

Rannsóknastöðin Rif auglýsir eftir umsóknum frá áhugasömum vísindamönnum, háskólanemum og rannsóknahópum sem vilja nýta aðstöðu rannsóknastöðvarinnar til verkefna á sviði rannsókna og vöktunar. Ert þú með spennandi rannsóknarverkefni í smíðum sem gæti átt heima í einstöku umhverfi Melrakkasléttu eða á nærliggjandi svæðum? Sjá nánari upplýsingar hér: https://rifresearch.is/

NUNATARYUK: nýtt ESB verkefni

ESB verkefnið Nunataryuk (http://nunataryuk.org) byggir á þátttöku 28 samstarfsstofnana í 12 löndum og er Stofnun Vilhjálms Stefánssonar ein af þessum stofnunum. - Nánari upplýsingar um verkefnið á ensku: Retreating permafrost coasts threaten the fragile Arctic environment. The EU project Nunataryuk will determine the effects of permafrost thaw on Earth’s coldest shorelines. Permafrost makes up a quarter of ...

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2017

Í þetta sinn verður Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar haldinn 1. desember, í tengslum við opnun nýrrar þverfaglegrar rannsóknarmiðstöðvar um Norðurslóðir við Sjálfstæða háskólann í Barselóna. Miðstöðin er sú fyrsta sinnar tegundar á Spáni. Fyrirlesturinn er ...

Opið hús í Túni á Húsavík 4. nóv. 2017

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík stendur fyrir opnu húsi laugardaginn 4. nóvember 2017 frá kl. 13:00 til 16:00. Tíu ár eru síðan starfsemi rannsóknasetursins hófst en við rannsóknasetrið er lögð áhersla á rannsóknir á hvölum og ferðaþjónustu. Starfsfólk og nemendur rannsóknasetursins bjóða upp á kaffi og kökur og kynna verkefni og rannsóknir setursins.

Fyrirlestur á Akureyri: TOPtoTOP loftslagsleiðangurinn

Loftslagsleiðangurinn TOPtoTOP, verður í höfn á Akureyri í vetur. Hjónin Dario og Sabine Schwoerer og sex börn þeirra búa um borð í skútunni Pachamama, sem þau hafa siglt um höfin blá í 16 ár. Þau hafa komið til sjö heimsálfa, klifið sex hæstu fjöll heims, allt með það að markmiði að ...

Fulbright Arctic Initiative: umsóknarfrestur til 16. október 2017

Við vekjum athygli íslenskra fræðimanna á Fulbright Arctic Initiative, en umsóknarfrestur er 16. október nk. Þetta er einstakt tækifæri fyrir fræðimenn til að stunda þverfaglegt rannsóknarstarf með kollegum frá öllum ríkjum Norðurskautsráðsins. Verkefnið stendur í 18 mánuði og styrkurinn er 40.000 USD. Fræðimenn á öllum fræðasviðum geta sótt um...

Rannsóknaþing norðursins (NRF): tillögur frá ungum vísindamönnum

Rannsóknaþing norðursins (Northern Research Forum) kallar eftir tillögum ungra vísindamanna að fyrirlestrum á hliðarfund undir heitinu "A world without ice - Visions for the future" sem haldinn verður á Arctic Circle ráðstefnunni, 13.-15. október 2017 í Hörpu, Reykjavík. Skilafrestur hefur verið framlengdur til 10. ágúst 2017.

Norðurslóðaáætlun Íslands og Noregs: styrkir

Auglýst er eftir umsóknum í tvíhliða norðurslóðaáætlun Íslands og Noregs. Áætlunin Arctic Research and Studies veitir ferða- og sóknarstyrkir til að styrkja samstarf á milli Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða. Umsóknarfrestur er til 18. september 2017. Áætlunin byggir á samkomulagi um samstarf á sviði heimskautafræða og rannsókna á milli Íslands og Noregs. Utanríkisráðuneyti Noregs og Íslands eiga og fjármagna áætlunina en Rannís hefur umsjón með henni í samvinnu við Senter for Internasjonalisering av Utdanning (SIU) í Noregi. Styrkir eru veittir í tveimur verkefnaflokkum: 1) Langtímasamstarf íslenskra og norskra stofnana og 2) Sóknar- og ferðastyrkir vegna undirbúningsvinnu við gerð umsókna í samkeppnissjóði.

Laus staða nýdoktors í Umhverfis- og auðlindafræði við HÍ

Námsbraut í Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu nýdoktors í umhverfis- og auðlindafræði með áherslu á félagslegt og hagrænt gildi sjávarspendýra. Nýdoktorinn mun tilheyra Norræna Öndvegisverkefninu ARCPATH (Arctic Climate Predictions: Pathways to Resilient, Sustainable Societies), sem miðar að því að greina og stuðla að ábyrgri þróun á Norðurslóðum. Verkefnið er fjármagnað til fimm ára af Öndvegisstyrki frá NordForsk.