30.04.2021
Það eru tímamót á Stofnun Vilhjálms Stefánssonar því í dag er síðasti vinnudagur Láru Ólafsdóttur á stofnuninni. Okkar yndislega Lára hefur þá starfað við stofnunina sem skrifstofustjóri í 21 ár og 9 mánuði. Hún hefur verið til fyrirmyndar í öllu, frábær samstarfsmaður og að sönnu kjölfestan í starfseminni í öll þessi ár. Ég er henni afar þakklátur fyrir alla hennar góðu vinnu og framlag við uppbyggingu stofnunarinnar og tel mig tala fyrir hönd allra sem hér hafa unnið, eða unnið með okkur, að það verður sjónarsviptir og eftirsjá að henni. Lára á sér hins vegar mörg áhugamál og er við góða heilsu þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að henni leiðist. Okkur hinum mun hins vegar leiðast.
Takk kæra Lára.
Níels Einarsson, forstöðumaður
03.03.2021
Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Stofnanir sem skrá sig til leiks fylgja skýrum gátlistum sem skipt er upp í fimm skref. Hvert skref inniheldur á bilinu 20-40 aðgerðir sem stofnanir þurfa að innleiða í sinn rekstur. Aðgerðirnar miða einkum að ...
15.02.2021
Dr. Astrid Ogilvie, sem starfar hjá INSTAAR og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar var með málstofu á vegum INSTAAR, mánudaginn 15. febrúar 2021.
Í stað þess að fjalla um eitt tiltekið verkefni eða einhvern sérstakan þátt í rannsóknum sínum, talaði Astrid um vitsmunalega ferð sína og hvernig hún hefur mótast af ...
09.12.2020
Dr. Edward Huijbens, prófessor við Háskólann í Wageningen og vísindamaður við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, flutti TED fyrirlestur í október 2020 um hvernig við þurfum að endurhugsa hugmyndir okkar um ferðalög í ljósi ...
03.12.2020
Astrid Ogilvie flutti minningarfyrirlestur um Hermann Pálsson í tilefni af árlegri ráðstefnu Scottish Society for Northern Studies, laugardaginn 21. nóvember 2020. Atburðurinn bar yfirskriftina On the Horizon: Scotland, the Sea, and the Northern World. Fyrirlestur Dr Ogilvie nefndist Weather as Magic and Metaphor in the ...
30.11.2020
Út er komin skýrslan Kortlagning norðurslóðarannsókna á Íslandi sem er afrakstur samstarfsverkefnis Rannís, Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og ...
18.11.2020
Þann 3. nóvember síðastliðinn varði Sveinbjörg Smáradóttir meistararitgerð sína við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Verkefnið ber heitið Social Media and Quality of Life among Young Adults in Northern Iceland og tengist alþjóðlega samvinnuverkefninu Arctic Youth and Sustainable Futures sem Dr. Joan Nymand Larsen við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar leiðir. Í rannsókninni notaðist Sveinbjörg við rýnihópa...
15.11.2019
Dr. Gunnar Rekvig hefur verið ráðinn í stöðu Nansen prófessors sem er gestaprófessorsstaða í heimskautafræðum við Háskólann á Akureyri. Staðan er kennd við Fridtjof Nansen, hinn kunna norska heimskautafræðing og húmanista, og er veitt framúrskarandi vísindamanni sem starfar að málefnum er tengjast lagalegum, hagrænum, félagslegum og náttúrufarslegum aðstæðum á norðurslóðum. Ráðið er í stöðuna til eins árs í senn, samkvæmt samkomulagi um samstarf á sviði heimskautafræða og rannsókna á milli ...