Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
1998-2025
Rannsóknastofnun sem heyrir undir Háskólann á Akureyri og kemur að rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum á Íslandi og erlendis.
1998-2025
Rannsóknastofnun sem heyrir undir Háskólann á Akureyri og kemur að rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum á Íslandi og erlendis.
Þverfagleg rannsókn loftslagsbreytinga, sífrera, mengunar og heilsu, og aðlögunar í strandbyggðum á norðurslóðum.
Þverfaglegt verkefni sem rannsakar fjölþætt áhrif mengunar, loftslagsbreytinga og mannvistar á haf- og strandsvæði norðurslóða.
Verkefni sem miðar að verndun lífbreytileika með því að samþætta heilbrigð vistkerfi og sjálfbæra nýtingu þeirra og þrautseigt blátt hagkerfi.
Tilviksrannsókn á Suður-Grænlandi sem rannsakar félagslegan og efnahagslegan ójöfnuð í Nanortalik, Narsaq og Qaqortoq.
NACEMAP verkefnið miðar að því að efla viðnámsþrótt norðlægra samfélaga gegn áföllum.
Verkefni sem miðar að því að efla samtal og samráð rannsóknarumhverfisins hérlendis um málefni norðurslóða.
Þverfaglegt rannsóknarverkefni sem styður við sjálfbæra nýtingu hafsvæða á norðurslóðum.
Verkefni sem miðar að því að skrásetja, varðveita, og miðla menningararfleifð á tímum loftslagsbreytinga.
Í þróunarskýrslu norðurslóða (AHDR) er fjallað um stöðu og þróun lífskjara samfélaga á norðurskautssvæðinu í heild.
Þróunarvísar norðurslóða (ASI) fylgja eftir þróunarskýrslu norðurslóða (AHDR) og auðvelda vöktun lífskjaraþróunar.
NorValue verkefnið rannsakar sjálfbærar vermætakeðjur í norrænum strandbyggðum.
ICEWHALE skoðar að hversu miklu leyti hvalir sem strönduðu vegna hafíss við Íslandsstrendur drýgðu vistaföng á tímum hungursneyðar.
Rannsókn sem miðar að því að fylla upp í eyður sem myndast hafa í þekkingu um ungt fólk á norðurslóðum.
Loftslagsaðgerðaverkefni sem kannar sjónarmið og gildi sem hagaðilar geta lagt af mörkum til efnahagslegrar ákvörðunartöku á norðurslóðum.
REXSAC verkefnið rannsakar auðlindavinnslu á norðurslóðum sem félagslegt, efnahagslegt og vistfræðilegt fyrirbæri.
Alþjóðlegt rannsóknarverkefni þar sem afleiðingar sífreraþiðnunar fyrir loftslag á jörðinni og íbúa norðurslóða er í brennidepli.
MYSEAC beinir sjónum sínum að samspili samfélags og náttúru í Mývatnssveit 1700–1950 með áherslu á nýtingu heys og grass.
Verkefni sem skapar þekkingu um samspil loftslagsbreytinga og umhverfis-, samfélags- og efnahagsþátta.
Kerfisbundin greining lýsinga og frásagna um náttúruna sem finna má í íslenskum bókmenntum og sögu á tímabilinu u.þ.b. 800 - 1800.
Samstarfsverkefni fiskveiðiþjóða í Evrópu þar sem sjónunum er beint að strand- og fiskveiðimenningu á Íslandi, Færeyjum og á Grænlandi.