Til baka

NUNATARYUK - Permafrost Research

NUNATARYUK er alþjóðlegt rannsóknarverkefni fjármagnað af Horizon 2020 sjóði Evrópusambandsins og fjallar um áhrif bráðnunar sífrera á loftslagsbreytingar og samfélög manna. Við verkefnið starfar vísindafólk í fremstu röðum í nánu samstarfi við hagaðila við að skilja áhrif sífrerabráðnunar og þróa leiðir til viðbragðs og aðlögunar við þeim breytingum sem slíkri bráðnun fylgja. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar er ein 28 stofnana í 12 löndum sem tekur þátt í verkefninu. Verkefninu lýkur 2023.

Þátttaka SVS: Dr. Joan Nymand Larsen og Dr. Jón Haukur Ingimundarson. Joan Nymand Larsen er í leiðandi hlutverki í vinnuhópi 9 sem snýr að aðlögun og mildun og stýrir þar að auki tilviksrannsókn í Ilulissat á Grænlandi.

Fyrir frekari upplýsingar hafðu samband við Dr. Joan Nymand Larsen jnl@svs.is