Grein eftir Níels Einarsson sem upphaflega var gefin út árið 1990 í Maritime Anthropological Studies hefur nú verið birt í nýrri útgáfu með nýjum formála í franskri þýðingu í Vertigo – tímariti um umhverfisvísindi. Greinin sem í upphaflegu útgáfunni á ensku ber heitið "Of Seals and Souls: Changes in the position of seals in the world-view of Icelandic small-scale fishermen" er mannfræðileg umfjöllun um breytingar á sýn íslenskra smábátasjómanna á seli (Einarsson, N. (1990), Of seals and souls: Changes in the position of seals in the world-view of Icelandic small-scale fishermen, Maritime Anthropological Studies, 3, 2, pp. 35-48).
Nýja útgáfan á frönsku er aðgengileg í opnum aðgangi hér: Niels Einarsson, « Des phoques et des âmes, évolution de la place des phoques dans la vision du monde des pêcheurs artisans pêcheurs islandais », VertigO - la revue électronique en sciences de l'environnement [En ligne], Volume 23 Numéro 3 | Décembre 2023, mis en ligne le 03 juin 2024, consulté le 30 septembre 2024. URL : https://journals.openedition.org/vertigo/43558