Opin málstofa í Norræna húsinu föstudaginn 5. apríl 2019, kl. 13:00-15:30
Þau svæði heimsins sem eru þakin snjó eða ís (freðhvolfið) – sýna svo ekki verði um villst hve aðkallandi það er orðið að bregðast við hnattrænum afleiðingum loftslagsbreytinga, að mati vísindamanna. Ef ekki er brugðist við strax geta afleiðingarnar ekki aðeins orðið alvarlegar og hraðar heldur einnig óafturkræfar. Við bráðnun jökla, hafíss og sífrera getur farið af stað keðjuverkun hraðra breytinga á umhverfinu, ekki aðeins í kringum okkur heldur á heimsvísu. Skýrsla Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) um 1.5° markmiðið leggur áherslu á að ekki aðeins sé nauðsynlegt að ná þessu marki, heldur sé það einnig gerlegt. Tíminn til að bregðast við styttist þó óðum.
Á þessari málstofu koma saman leiðandi vísindamenn, samningamenn og ráðgjafar í loftslagsmálum víðsvegar að úr heiminum til að ræða vísindin, stöðu samninga og aðgerðir Íslands og annarra ríkja í heiminum til að ná markmiðinu.
Sjá dagskrá hér.