Samruni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Háskólans á Akureyri

Í byrjun árs sameinaðist Stofnun Vilhjálms Stefánssonar Háskólanum á Akureyri. Samruninn öðlaðist gildi 1. janúar 2025 en fyrir sameiningu hafði stofnunin heyrt undir umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið frá því hún var stofnuð árið 1998.

Stofnunin verður séreining innan háskólans sem heyrir undir Hug- og félagsvísindasvið og verður áfram með aðalskrifstofur í Borgum, rannsókna- og nýsköpunarhúsi sem staðsett er á háskólasvæðinu. Sameiningin er liður í að efla enn frekar áherslu háskólasamfélagsins á norðurslóðarannsóknir, en Akureyri er skilgreind sem miðstöð norðurslóðamálefna Íslands í Norðurslóðastefnu Íslands. Á háskólasvæðinu hefur þróast lifandi samfélag og miðstöð stofnana sem vinna að norðurslóðamálum. Ásamt Stofnun Vilhjálms Stefánssonar eru þar meðal annars skrifstofur vinnuhópa Norðurskautsráðsins CAFF og PAME, Norðurslóðanet Ísland (IACN) og Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC).

HA og SVS hafa unnið náið saman um árabil og eiga nú þegar í margvíslegu samstarfi um kennslu og rannsóknir. Með samrunanum skapast tækifæri til að efla enn frekar gjöfult samstarf innan sameinaðrar stofnunar og starfsfólk Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar lítur björtum augum til framtíðarinnar.

Sjá nánari umfjöllun á heimasíðu HA [hér]