Rosie Stefánsson - minning (22.08.2014)
Látin er í Inuvik í Kanada, Rosie Albert Stefánsson, barnabarn Vilhjálms Stefánssonar, mannfræðings og landkönnuðar, þess hins sama og stofnun þessi er kennd við. Rosie fæddist í Aklavik í Kanada árið 1933. Hún lést í Inuvik 20. júlí sl. Foreldrar hennar voru inúítinn Mabel og Alex, sonur Vilhjálms Stefánssonar og Fannýar Pannigablúk, inúita frá Alaska. Rosie giftist indjánanum Frank Albert árið 1958. Þau ættleiddu tvo drengi. Rosie starfaði lengi við hjúkrun, kennslu og mannúðarstörf.
Sjá minningargrein Gísla Pálssonar sem birtist í Morgunblaðinu 22. ágúst 2014.