Opinn fyrirlestur Robert W. Corell
Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís, og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa fyrir opnum fyrirlestri með dr. Robert W. Corell, heimsþekktum vísindamanni sem hefur einkum rannsakað áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Fyrirlestur Corell sem fjallar um hraðfara breytingar á norðurslóðum og þýðingu þeirra fyrir stjórnun á heimsvísu verður haldinn þriðjudaginn 15. febrúar nk. kl. 12:00-13:00 í stofu 201 í Odda, Háskóla Íslands. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sjá auglýsingu um fyrirlesturinn.
Einnig er bent á að Robert Corell flytur annan fyrirlestur, Hraðfara breytingar á norðurslóðum og þýðing þeirra fyrir vísindi og stefnumótun, á félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri, mánudaginn 14. febrúar kl. 12:00-13:00 í stofu M102, Sólborg.