Chris Dunn dvelur á Akureyri um þessar mundir á vegum Fullbright stofnunarinnar með NSF Arctic Resarch Grant meðan hann starfar við rannsókn sína sem ber heitið "Applying the Environmental Humanities to Conservation Management and Policy in Iceland" þar sem hann leggur m.a. áherslu á árekstra milli verndunarsjónarmiða og virkjunar á endurnýtanlegri orku á miðhálendi Íslands.
Chris er með doktorsgráðu í "Environmental Studies" frá Colorado-Boulder háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur kennt í Rocky Mountain College í Montana, the Colorado School of Mines en einnig verið leiðbeinandi fyrir bandaríska sjóherinn í Japan og á úthöfum. Chris er einnig rithöfundur, ljósmyndari og ævintýramaður. Hægt er að lesa meira um Chris á heimaíðu hans: https://www.chrisdunnonplanetearth.com/
Netfang Chris: Christopher.J.Dunn@Colorado.EDU