Í þetta sinn verður Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar haldinn 1. desember, í tengslum við opnun nýrrar þverfaglegrar rannsóknarmiðstöðvar um Norðurslóðir við Sjálfstæða háskólann í Barselóna. Miðstöðin er sú fyrsta sinnar tegundar á Spáni. Fyrirlesturinn er samstarfsverkefni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Institute of Arctic Studies við Dartmouthháskóla í Bandaríkjunum. Fyrirlesturinn flytur Dr Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Hagfræðideild og Lif- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Titill fyrirlesturins er The Value of the Arctic.
Sjá dagskrá vegna opnunar hinnar nýja miðstöðvar hér.