Ljósmyndasýningin Arctic Biodiversity “Through the Lens” (12.10.2015)
Forseti Íslands opnar ljósmyndasýninguna Arctic Biodiversity “Through the Lens” í tengslum við Arctic Circle ráðstefnuna sem verður 16.-18. október 2015 í Hörpu í Reykjavík.
Ljósmyndasýningin verður opnuð fimmtudaginn 15. október 2015, kl. 17:30 fyrir utan Hörpu. Myndirnar 15 sem sýndar verða eru verðlaunamyndir úr samkeppni sem Conservation of Arctic Flora and Fauna (CAFF) hélt árið 2014. Alls voru í keppninni yfir 1800 myndir frá ljósmyndurum víðs vegar úr heiminum.
Sýningunni er ætlað að auka skilning á mikilvægi náttúru og vistkerfis norðurslóða, vekja athygli á þeim fjölmörgu ógnum sem blasa við náttúrunni, jafnframt því að fagna fjölbreytni á norðurslóðum. Sjá nánari upplýsingar um ljósmyndasamkeppnina hér.