Carrin F. Patman (önnur frá vinstri) ásamt Hjalta Hreinsyni frá PAME, Emblu Oddsdóttur frá Norðurslóðanetinu, Sveinbjörgu Smáradóttur frá SVS, Federicu Scarpa frá IASC og Friðriki Þórssyni frá Norðurslóðanetinu
Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi heimsótti Borgir ásamt fylgdarliði sínu og hitti þar saman fulltrúa stofnana á Akureyri er fást við málefni norðurslóða. Voru þar fulltrúar frá Stofnun Vilhjálms, IASC, CAFF, PAME og Norðurslóðanetinu sem skipulagði fundinn. Þökkum við sendiherranum fyrir komuna og góðar umræður.