Stofnun Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í grænum skrefum í ríkisrekstri og skilar grænu bókhaldi. Grænt bókhald er verkfæri fyrir stofnanir til að fylgjast með þýðingarmestu umhverfisþáttunum í starfsemi stofnana. Að færa grænt bókhald auðveldar stofnunum að sjá hvar tækifæri eru til hagræðingar, en þar er m.a. farið yfir pappírskaup, sorphirðu, samgöngur, hita og rafmagn.
Á vef vistvænna innkaupa má sjá niðurstöður úr grænu bókhaldi þeirra stofnana sem skila því.