Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Vilhjálmur Stefánsson velta vöngum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti stofnunina heim mánudaginn 13. september. Með henni í för voru frambjóðendur VG í norðausturkjördæmi, Bjarkey Olsen, Jódís Skúladóttir, Kári Gautason, Einar Gauti Helgason ásamt Lísu Kristjánsdóttur aðstoðarmaður ráðherra. Níels Einarsson kynnti helstu verkefni og starfsemi stofnunarinnar og ýmis málefni voru rædd. Rætt var um rannsóknir og samstarf á norðurslóðum, fjárveitingar bar einnig á góma. Bókasafn stofnunarinnar vakti athygli og ljóst að margir gestanna hefðu getað gleymt sér einhverja stund við að skoða það.
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar þakkar þessum góðu gestum fyrir komuna.