Tom Barry mun verja doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands þann 27. janúar 2021. Ritgerðin ber heitið Norðurskautsráðið: Afl breytinga? (The Arctic Council An Agent of Change?).
Tom Barry er landfræðingur að mennt. Hann er með BA-gráðu í landfræði og fornleifafræði og meistaragráðu í landfræði frá University College Cork á Írlandi. Tom er framkvæmdastjóri CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna), vinnuhóps Norðurskautsráðsins um verndun lífríkis og líffræðilegs fjölbreytileika á norðurslóðum. Tom hefur fjölbreytta starfsreynslu af innlendum og alþjóðlegum vettvangi hvað varðar stefnumótun og skipulag verkefna. Hann hefur unnið með fjölbreyttum hagsmunaaðilum á norðurslóðum til að tryggja að náttúruvernd sé forgangsverkefni í stefnumótun og alþjóðlegum umhverfissamningum.
Athöfnini verður streymt. Sjá nánari upplýsingar hér.