Rósa Rut Þórisdóttir, vísindafélagi við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, mun kynna nýútkomna bók sína, Hvítabirnir á Íslandi, í anddyri Borga, miðvikudaginn 7. nóvember, kl. 12:00. Allir hjartanlega velkomnir!
Bókin fjallar um komu hvítabjarna til Íslands, allt frá landnámsöld til okkar daga, með viðkomu í sögum og sögnum um þessar ógnvekjandi skepnur.
Rósa Rut er doktor í mannfræði og byggir bók sína að stórum hluta á heimildum sem faðir hennar heitinn, Þórir Haraldsson, líffræðingur og menntaskólakennari, lét eftir sig.