Gunnar Már Gunnarsson (gunnarmg@unak.is) auglýsir eftir viðmælendum um veiðar og aðra nýtingu á sjávarauðlindum við og úti fyrir ströndum Skjálfanda.
Hann langar að bjóða sjómönnum, bæjarbúum, fólki úr nálægum sveitum og bæjum – og öðrum sem þekkja til svæðisins – til spjalls, fólki sem getur sagt frá fjölbreyttri nýtingu fyrri tíma á haf- og strandsvæðum Skjálfanda.
Verkefnið er hluti af rannsóknarverkefni (ARCPATH) sem styrkt er af Norræna rannsóknarráðinu.