Nýr vísindafélagi

Það er okkur hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar heiður að bjóða prófessor Jules Pretty OBE, Emeritus Professor of Environment and Society hjá University of Essex og forstöðumanns Centre for Public and Policy Engagement, og góðan vin stofnunarinnar, velkominn sem nýjan vísindafélaga.

Meðal fjölda heiðursviðurkenninga hefur prófessor Pretty hlotið OBE (Order of the British Empire) í Bretlandi fyrir framlög sín til sjálfbærs landbúnaðar. Hann hefur staðið að útgáfu um 23 bóka, ýmist sem eini höfundur, meðhöfundur eða ritstjóri, og er sérstaklega vel þekktur sem kennimaður um viðhorf sem snerta loftslagsbreytingar og skörun náttúru, mannvistar og fólks.

Nánari upplýsingar um hin fjölmörgu afrek prófessors Pretty, viðurkenningar og áhugamál má finna á vefsíðu hans www.julespretty.com, þar sem hann birtir reglulega pistla í ritröð sinni The Climate Chronicles. Prófessor Pretty býr á landamærum Suffolk og Essex á austur-Englandi en á sér andlegt athvarf á Íslandi.